Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 01.05.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isAlfreð Gíslason segir að Magdeburg hafi aldrei leikið betur /B6 KA stendur vel að vígi fyrir fjórða leikinn á fimmtudag /B2 12 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM RÚMLEGA 300 einkennisklæddir lögreglumenn gengu fylktu liði að Alþingishúsinu í gær og mót- mæltu seinagangi í kjara- viðræðum við ríkið og vinnu- brögðum samninganefndar ríkisins en samningar lögreglu- manna hafa nú verið lausir í átta mánuði. Almennur fundur þeirra hafði skömmu áður samþykkt ályktun þar sem segir m.a. að leiða megi líkum að því að staða kjara- viðræðna við ríkið sé svo slæm sem raun ber vitni sökum þess að lögreglumenn hafi ekki þving- unarúrræði s.s. verkfallsrétt. Skorað var á stjórnvöld að renna öflugum stoðum undir löggæsl- una strax og þess er krafist að stjórnvöld móti stefnu í löggæslu- málum til að tryggja öryggi borgaranna. Þá er vísað til ályktunar aðal- fundar Félags yfirlögregluþjóna hinn 20. apríl sl. en þar segir m.a.: „Ljóst er að eftir því sem dregst að ganga frá viðunandi kjarasamningi má búast við að fleiri lögreglumenn hverfi úr starfi.“ Viðvarandi skortur á fag- lærðum lögreglumönnum Um 350 lögreglumenn voru á fundinum og er það um helm- ingur lögregluliðs landsins. Sól- veigu Pétursdóttur dómsmála- ráðherra og Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, var afhent ályktun fundarins og greinargerð um gang kjaraviðræðnanna. Jónas Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að mótmælunum sé ætlað að vekja athygli þjóðþingsins og alls almennings á þeirri stöðu sem lögreglumenn eru í. Helstu kröfur lögreglumanna eru, að sögn Jónasar, þær að grunnlaun menntaðra lögreglumanna verði ekki lægri en 150.000 krónur á mánuði. Þá verði starfslok þeirra miðuð við 60 ár sem sé svipað og í nágrannalöndum Íslands enda hafi kannanir sýnt að lög- reglumenn lifi 5–7 árum skemur en meðalmaðurinn. Því valdi helst streita í starfi og óreglu- legur vinnutími. Í ályktun fundarins er lýst yfir áhyggjum af viðvarandi skorti faglærðra lögreglumanna. Jónas segir að hvergi í nágrannalönd- um okkar tíðkist að menn sem ekki hafa lokið prófi frá lög- regluskóla starfi sem lög- reglumenn. Nú séu um 70–80 ófaglærðir lögreglumenn að störfum en hafi síðasta sumar verið um 160. Þetta valdi auknu álagi á faglærða lögreglumenn auk þess sem hætta sé á því að þeir lögreglumenn sem þekkja ekki til hlítar þau lög sem þeir starfa eftir geri mistök í starfi. Það bitni á borgurunum og lög- reglunni í heild sinni. Landssamband lögreglumanna framlengdi í gær viðbótartrygg- ingar lögreglumanna á eigin ábyrgð en þær hefðu að öðrum kosti runnið út á miðnætti. Hvatti fundurinn lögreglumenn til að sýna ýtrustu aðgæslu og tefla ekki í tvísýnu við störf sín. Jónas segir að enn hafi ekki náðst samkomulag við ríkið um skiptingu kostnaðar vegna fram- lengingarinnar. „Það þarf ekki að koma til aðgerða af þeim sökum en þessi staða er engu að síður slæm,“ segir Jónas. Um 300 einkennisklæddir lögreglumenn gengu fylktu liði að Alþingi Morgunblaðið/Ásdís Rúmlega 300 einkennisklæddir lögreglumenn tóku þátt í göngunni og komu þeir víðsvegar að af landinu. Mót- mæltu seina- gangi í kjaravið- ræðum SAMKOMULAG náðist í kjaradeilu Félags há- skólakennara og samninganefndar ríkisins í gær- morgun og voru samningar undirritaðir um níu- leytið eftir næturlangan fund. Hefur verkfalli félagsins, sem hefjast átti á miðnætti í kvöld og standa til 16. maí, verið aflýst. Innan vébanda Félags háskólakennara eru allir háskólamenntaðir starfsmenn Háskóla Íslands aðrir en prófessorar og eru félagar um 470 talsins. Róbert H. Haraldsson, formaður Félags há- skólakennara, sagði að nú yrði farið í það að kynna kjarasamninginn fyrir félögum, en ekki hefði verið ákveðið í smáatriðum hvernig að því yrði staðið, né hvenær atkvæði yrðu greidd um nýja samninginn. Aðspurður sagðist hann vera sáttur við niður- stöðuna. Þeir hefðu náð fram umtalsverðum hluta af því sem þeir hefðu lagt upp með í kjaraviðræð- urnar. Róbert sagði að það markmið sem þeir hefðu lagt upp með hefði verið að ná upp grunnlaun- unum, jafnframt því að tryggja virkni þeirra ár- angurskerfa sem væru til staðar samkvæmt launakerfinu. Hann sagðist aðspurður telja að með þessum samningum hefðu sannarlega verið tekin spor í rétta átt varðandi það að setja háskólakennslu og rannsóknir á þann stall sem þeim bæri launalega séð. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um ein- stök atriði kjarasamninganna, þar sem hann vildi kynna þau fyrst fyrir félögum í Félagi háskóla- manna áður en frá þeim yrði skýrt í fjölmiðlum. Kjarasamningurinn gildir í hálft fjórða ár frá 1. apríl síðastliðnum til loka nóvember árið 2004. Þungu fargi létt af stúdentum Stjórn Stúdentaráðs samþykkti ályktun í gær eftir að samkomulag náðist í kjaraviðræðunum þar sem samkomulaginu er fagnað. „Verkfalli er aflýst og þungu fargi er létt af tæplega sjö þúsund háskólastúdentum sem nú geta þreytt próf sam- kvæmt próftöflu. Stúdentaráð hefur barist af full- um krafti fyrir því að samkomulag náist. Sú bar- átta hefur skilað árangri og þakkar ráðið stúdentum fyrir öflugan stuðning í baráttunni og óskar þeim góðs gengis í prófunum.“ Formaður Félags háskólakennara um nýjan kjarasamning félagsins Sáttur við niðurstöðuna ÚTGERÐAR- og fiskvinnslufyrir- tækið Vísir í Grindavík tilkynnti starfsmönnum sínum í gær að frá og með 2. maí yrðu þeir teknir af launa- skrá. Er ástæðan rekstrarstöðvun vegna hráefnisskorts sem stafar af sjómannaverkfallinu og er fólki bent á að sækja um atvinnuleysisbætur. Hjálmar Sigurðsson, trúnaðar- maður starfsmanna hjá Vísi, tjáði Morgunblaðinu að þetta hefði komið flatt upp á starfsfólk, það hefði und- anfarnar vikur unnið úr fiski sem til var en því hefði lokið um hádegi í gær. Hjálmar sagði rúmlega 40 manns hafa unnið hjá fyrirtækinu, um helmingur þess hefði verið send- ur heim en á kauptryggingu fljótlega eftir að sjómannaverkfallið hófst en hinir hefðu haft vinnu áfram þar til í gær. Eftir að vinnu lauk var starfs- fólkinu tilkynnt með bréfi sem sent var heim að þar sem ekkert hráefni hefði borist í tæpan mánuð yrði að tilkynna því að það yrði tekið af launaskrá frá og með miðvikudegi 2. maí. Hjálmar segir 6–7 manns vinna áfram við ýmis viðhaldsstörf hjá Vísi. Í bréfi Péturs Hafsteins Pálsson- ar, framkvæmdastjóra Vísis, til starfsmanna Vísis segir meðal ann- ars: „Sjómannaverkfallið hefur nú staðið í mánuð til viðbótar við þá daga sem voru í mars. Vilji eig- endanna hefur verið sá að reyna eins og unnt væri að hafa starfsfólk við landvinnsluna á launum yfir þann tíma. Nú hefur verkfallið staðið leng- ur en svo að hægt sé að standa við þau áform. Ekkert hráefni hefur borist fyrirtækinu í tæpan mánuð og nú er búið að pakka öllum þeim fiski sem í húsinu var.“ Segir einnig að taka verði starfsfólk af launaskrá og er því bent á að skrá sig hjá Svæð- isvinnumiðlun Reykjaness vegna at- vinnuleysisbóta meðan hráefnis- skortur varir vegna verkfallsins. Starfsfólk Vísis af launaskrá FRÉTTAÞJÓNUSTA verður veitt á mbl.is í dag, 1. maí. Hægt er að koma ábendingum til blaðamanna í síma 861-7970 eða með því að senda tölvupóst til netfrett@mbl.is. Fréttaþjón- usta á mbl.is ÞRÍR 24 ára gamlir Litháar sem sitja í gæsluvarðhaldi og sæta ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík vegna gruns um stórfelldan þjófnað í fyr- irtækið Hans Petersen og Bræðurna Ormsson um miðjan mars sl. neituðu allir sakargiftum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verðmæti þess sem stolið var nemur á áttundu milljón króna. Einn ákærðu viðurkenndi þó að hafa stolið þremur sængum að verðmæti 9 þús- und krónur úr leiguherbergi þeirra á Farfuglaheimilinu við Sundlauga- veg. Stefnt er að því að aðalmeðferð málsins fari fram í maílok og mun ákæurvaldið leiða fram allt að 25 vitni í réttarhöldunum. Litháar neita sök um stór- felldan þjófnað TVEIR menn, sem sitja í gæsluvarð- haldi og sæta ákæru ríkissaksóknara fyrir rán í fimm söluturna og tilraun til ráns í þeim sjötta á fjögurra vikna tímabili í janúar og febrúar sl., ját- uðu sakargiftir fyrir dómi við þing- festingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ránin voru fram- in á höfuðborgarsvæðinu og ógnuðu ákærðu afgreiðslufólki með hnífum og höfðu á brott með sér fjármuni. Þá sætir karlmaður ákæru ríkis- saksóknara fyrir að hafa stungið mann í kviðinn með hnífi 20. ágúst sl. Játa á sig rán í 5 söluturnum ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.